Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Eik heimsækir nemendur í 2. bekk

09.11.2017
Eik heimsækir nemendur í 2. bekk

Félagar í Lionsklúbbnum Eik heimsóttu nemendur í 2. bekk í morgun og færðu þeim litabók með upplýsingum um brunavarnir, eftir að hafa frætt þá um ýmislegt tengt brunavörnum á heimilunum. Það er árlegur viðburður hjá félögum klúbbsins að heimsækja nemendur í vissum árgöngum og færa þeim fræðslu- og hvatningarefni. Nemendur í 5. bekk fengu núna bókamiða þar sem þeir voru hvattir til að vera duglegir að lesa. Meðal þess efnis sem vakin var athyli á var númerið 112, hvort nemendur vissu hvort og hvar reykskynjari væri á heimilinu, ekki að leika sér með eldspýtur og um meðhöndlun brunasára. Myndir frá heimsókninni eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband