Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sumarlokun og skólabyrjun

15.06.2017
Sumarlokun og skólabyrjun

Starfsfólk Flataskóla óskar öllum nemendum og aðstandendum gleðilegs sumars. Skrifstofa skólans verður lokuð frá 22. júní. Opnar aftur miðvikudaginn 9. ágúst. Fimmtudaginn 17. ágúst kl. 16:00 er kynningarfundur fyrir nýja nemendur og foreldra í 2. – 7. bekk. Mánudaginn 21. ágúst kl. 16:30 er kynningarfundur fyrir foreldra barna sem eru að byrja í 1. bekk og kl. 17:30 fyrir foreldra barna sem eru að byrja í 4 og 5 ára bekk. Þriðjudaginn 22. ágúst er skólasetning hjá 2. – 7. bekk en viðtöl í 4 og 5 ára og 1. bekk. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá 23.ágúst.


Til baka
English
Hafðu samband