Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nýsköpunarvika í skólanum

31.05.2017
Nýsköpunarvika í skólanum

Þessa vikuna glíma nemendur við nýsköpun. Margar skemmtilegar og nýstárlegar hugmyndir/uppfinningar eru að líta dagsins ljós og eru nemendur að leggja síðustu hönd á uppfinningar sínar. Föstudaginn 2. júní verður svo uppskeruhátíð í skólanum þar sem afraksturinn verður til sýnis á göngum skólans.  Kynning nemenda í 5. bekk fyrir aðstandendur verður kl. 13:10. Nemendur eru heldur betur frjóir í hugsun varðandi nafngjöf á uppfinningum sínum en þar má nefna m.a.: tímaþvottavél, skóhitari, hóffjaðrasegull, hjálpari, kennari2, nemendaopnari, Veður Valli, húfuvasinn, brosbretti, hugsari, extra ferðataska, hjálparkerra, ferðabakpoki og hársuga. Til að fá upplýsingar um hvað býr að baki hverrar hugmyndar er bara að koma í skólann á föstudaginn og skoða afraksturinn og fá upplýsingar frá nemendum. Myndir frá vinnusvæðunum eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband