4. bekkur - morgunsamvera og fleira 18. janúar
Nemendur í 4. bekk sáu um samveruna á miðvikudaginn 18. janúar. Margt var á dagskrá að vanda og stóðu nemendur sig vel við dagskrárflutninginn. Alexander og Hilmar voru þulir og kynntu atriðin sem voru fjölbreytt. Stúlknahópur sýndi dans, en það voru þær Herdís, Hrafnhildur, Matthildur, Díana, Sigrún og Snæfríður. Anna Bryndís spilaði á klarinett, sýnt var fréttamyndband eftir strákana Huga, Hlyn, Fróða, Bjart, Jón, Bjarna og Kára. Jón og Martin sögðu brandara og Frosti sýndi "Speed Stacks" með miklum tilþrifum, að lokum var leikþátturinn Konfú æfingin með stelpunum Matthildi, Tönju og Emu. Myndir eru komnar í myndasafn skólans og sýnishorn úr dagskránni er hægt að skoða í myndbandinu hér fyrir neðan.
Strax eftir morgunsamveruna kom Margrét hjúkrunarfræðingur og fræddi krakkana um slysavarnir og hvernig ætti að bera sig að við ýmislegt sem gæti komið upp á og þeir gætu aðstoðað með m.a. kynnti hún númerið 112.
Að lokum horfðu nemendur á öll myndböndin 23 af dómínókeðjunum sem komnar eru á netið í eTwinningverkefninu "Evrópska keðjan" og er næsta verkefni að meta þær og gefa þeim stig eftir gæðum og frumleika.
4. bekkur - morgunsamvera og fleira 18. janúar
Nemendur í 4. bekk sáu um samveruna á miðvikudaginn 18. janúar. Margt var á dagskrá að vanda og stóðu nemendur sig vel við dagskrárflutninginn. Alexander og Hilmar voru þulir og kynntu atriðin sem voru fjölbreytt. Stúlknahópur sýndi dans, en það voru þær Herdís, Hrafnhildur, Matthildur, Díana, Sigrún og Snæfríður. Anna Bryndís spilaði á klarinett, sýnt var fréttamyndband eftir strákana Huga, Hlyn, Fróða, Bjart, Jón, Bjarna og Kára. Jón og Martin sögðu brandara og Frosti sýndi "Speed Stacks" með miklum tilþrifum, að lokum var leikþátturinn Konfú æfingin með stelpunum Matthildi, Tönju og Emu. Myndir eru komnar í myndasafn skólans og sýnishorn úr dagskránni er hægt að skoða í myndbandinu hér fyrir neðan.
Strax eftir morgunsamveruna kom Margrét hjúkrunarfræðingur og fræddi krakkana um slysavarnir og hvernig ætti að bera sig að við ýmislegt sem gæti komið upp á og þeir gætu aðstoðað með m.a. kynnti hún númerið 112.
Að lokum horfðu nemendur á öll myndböndin 23 af dómínókeðjunum sem komnar eru á netið í eTwinningverkefninu "Evrópska keðjan" og er næsta verkefni að meta þær og gefa þeim stig eftir gæðum og frumleika.