Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur kenna hver öðrum

13.01.2017
Nemendur kenna hver öðrum

Microbit verkefnið er komið í gang í 6. og 7. bekk í Flataskóla. Síðast liðinn mánudag fengu nokkrir nemendur og allir kennarar í 6. og 7. bekk leiðbeiningar um hvernig hægt væri að forrita þessar örsmáu tölvur og kynna sér verkefnin í kodinn.is en þar liggja mjög ýtarlegar leiðbeiningar og myndbönd sem sýna hvernig hægt er að vinna með þær. Þar eru einnig áskoranir sem nemendur geta glímt við og búið til og tekið þátt í keppni um foritunverkefni. Nú hafa þessir nemendur verið að kynna/kenna félögum sínum að meðhöndla þær með góðum árangri og er greinilegt að það er áhugi á þessu verkefni meðal þeirra. En eins og fyrr er greint fengu allir nemendur á Íslandi í 6. og 7. bekk gefins Microbit tölvur til að leika sér með og læra að forrita á þær. Myndir sem teknar voru í skólastofum og á bókasafninu eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband