Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Mystery Skype hjá 7.RS

19.04.2016
Mystery Skype hjá 7.RS

Síðast liðinn mánudag funduðu nemendur í 7.RS á Skype. Þeir voru á veffundi með öðrum 7. bekk úti í heimi en þeir vissu ekki hvar hann var og áttu að finna það út með því að spyrja já og nei spurninga. Nemendur voru búnir að undirbúa þó nokkuð fyrir fundinn við að finna spurningar, kort, tölvur og spjaldtölvur til að leita að þessum leynilega stað. Í ljós kom að landið var Svíþjóð þótt okkur hefði verið gefið pínu rangvísandi upplýsingar því þeir sögðust vera í Vestur Evrópu. Leikar fóru því þannig að þeir voru á undan að finna hvaðan við vorum þ.e.a.s. frá Garðabæ en hinir komu frá Karlskoga í Mið Svíþjóð. Þetta þótti samt skemmtilegt og fróðlegt þótt við hefðum ekki verið á undan að finna lausnina. Myndir frá fundinum eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband