Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Mystery Skype hjá 5. bekk

14.04.2016
Mystery Skype hjá 5. bekk

Síðast liðinn þriðjudag tóku nemendur í 5.GR þátt í leiknum "Mystery Skype". Leikurinn gengur út á að tveir nemendahópar í sitt hvoru landinu eiga að finna hvar hinir eru staddir í heiminum. Þeir spyrja til skiptis spurninga sem aðeins má svara með já og nei og smátt og smátt þrengja þeir leitina og finna landið, borgina/bæinn eða jafnvel skólann þar sem hinir eru staddir allt eftir því hvað ákveðið var áður en leikurinn hófst. Þó nokkur undirbúningur fer fram áður en leikurinn hefst þar sem skoða þarf landakortið vel, æfa orð á ensku því leikurinn fer fram á ensku. Einnig þarf að ákveða hverjir eiga að spyrja, hverjir eru í myndatökuliðinu, hverjir eru á landakortinu og leita eftir því sem upplýsingarnar berast frá hinum. Í þetta sinn lentum við í smá tengingarerfiðleikum sem tók tímann aðeins frá okkur en við fundum út að þetta land lá að innhafi og var ekki í Evrópu o.s.frv. en landið var Ísrael svo nú er landið sjálfsagt komið á kortið hjá nemendunum. Nokkrar myndir eru komnar inn í myndasafn skólans þar sem hægt er að sjá stemninguna sem ríkti á meðan fundurinn fór fram.

Til baka
English
Hafðu samband