Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lífshlaupið hafið

04.02.2016
Lífshlaupið hafið

Þá er aftur komið að lífshlaupinu og við tökum að sjálfsögðu þátt eins og undanfarin ár. Í gær var það sett formlega af stað með nemendum og starfsfólki í hátíðarsalnum með fjöruga laginu sem hann Justin Bieber syngur - "What do you mean - Easy warming-up dance fitness choreography". Nú er bara um að gera að taka þátt og hreyfa sig daglega. Við höfum verið dugleg að taka þátt og verið ýmist í 1. eða 2. sæti að undanförnu. Almenn þátttaka er meðal starfsfólksins og andinn er jákvæður. Nemendur þurfa að hreyfa sig í 60 mínútur á dag í tvær vikur en starfsfólkið í 30 mínútur í þrjár vikur. Myndir eru komnar í myndasafn skólans.

 

Til baka
English
Hafðu samband