Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Rauði krossinn fékk söfnunarféð

17.12.2015
Rauði krossinn fékk söfnunarféð

Í morgunsamverunni á miðvikudaginn afhentu nemendur fjáröflunarfulltrúa Rauða krossins, Helgu G. Halldórsdóttur, peningana sem söfnuðust með sölu jólavarningsins á jólamarkaðnum sem haldinn var í síðustu viku. Söfnuðust tæplega 400 þúsund krónur sem verða notaðar til að aðstoða börn flóttafólksins frá Sýrlandi sem kemur til Íslands í janúar á næsta ári. Peningarnir eiga að fara í að greiða fyrir íþrótta- og tómstundastarf barnanna.

Til baka
English
Hafðu samband