Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bebras-áskorunin

16.11.2015
Bebras-áskorunin

Nokkrir nemendur í fimmta og sjöunda bekk tóku þátt í Bebras-áskoruninni í síðustu viku. Verkefnið felst í því að kanna tölvufærni og rökhugsun nemenda. Áskorunin er haldin í fyrsta sinn hér á Íslandi en hún var fyrst haldin í Litháen árið 2004 og hefur þátttakendum fjölgað gríðarlega síðan þá en um hálf milljón þátttakenda tóku þátt árið 2012. Bebras er ein fjölmennasta áskorun sem notuð er til kennslu í upplýsingatækni.  Átta grunnskólar og einn menntaskóli á Íslandi tóku áskoruninni að þessu sinni en verkefnið er keyrt árlega samhliða í mörgum löndum í sömu vikunni. Nemendur voru áhugasamir og þótti verkefnið skemmtilegt og leystu það samviskusamlega. Hægt er að lesa nánar um verkefnið á vefsíðu þess. Myndir eru einnig í myndasafni skólans.

 

Til baka
English
Hafðu samband