Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólasetningin 2015

25.08.2015
Skólasetningin 2015

Skólasetning var í skólanum í morgun og komu nemendur í þremur hópum á klukkustundarfresti til að hitta kennara sína og bekkjafélaga en á morgun hefst skólinn samkvæmt stundaskrá í öllum bekkjum. Mikil fjölgun nemenda hefur orðið í haust en um 460 nemendur eru skráðir í skólann að þessu sinni. Fjölmennastur er 6. bekkur með rúmlega 90 nemendur en 3 bekkur telur tæplega 40 nemendur. Einnig hefur þurft að fjölga starfsfólki og eru nú um 70 starfsmenn að störfum við skólann í margvíslegum störfum. Skólastjórinn tók á móti nemendum og foreldrum í hátíðarsal skólans og bauð þá velkomna til starfa. Hann ræddi m.a. um framkomu, vinasambönd, símanotkun nemenda, hvernig maður tekur á móti nýjum félögum o.fl. Kennarar hafa verið að undirbúa komu nemenda frá því um miðjan ágúst. Settir hafa verið upp skjávarpar í gamlar kennslustofur sem ekki hafa verið notaðar lengi en nú er nánast kennt í hverju horni þar sem nemendum hefur fjölgað um marga tugi frá því síðast liðinn vetur. Við vonum að við eigum eftir að eiga góða daga hér í skólanum í vetur og hlökkum til að takast á við skólastarfið að nýju. Myndir frá skólasetningunni er að finna í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband