Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Áhugahvetjandi verkefni

28.01.2015
Áhugahvetjandi verkefni

Fjórði bekkur tók nýlega þátt í keðjuverkefninu "Evrópska keðjan"  sem er eTwinning samskiptaverkefni. Mikil og skemmtileg vinna fór fram í skólanum þar sem m.a. vöngum var velt yfir hraða, þyngd og orku, hvort krafturinn gæti haldið áfram alla keðjuna frá upphafi til enda o.s.frv. Keðjunni var skilað á vef verkefnisins í síðustu viku þar sem einnig er hægt að skoða framlag hinna þátttökulandanna. Eftir vinnuna í skólanum og einnig á meðan hún fór fram voru nemendur stöðugt að prófa heima ýmislegt sem þeir nýttu sér og komu með sem innlegg í skólakeðjuna. Nemendur tóku upp á myndband keðjurnar sem þeir bjuggu til heima og alltaf bættist í hugmyndabankann um hvernig hægt væri að útfæra verkefnið. Hér er ein skemmtileg útfærsla sem kom í kjölfarið af mikilli helgarvinnu nokkurra vina sem tóku sig til og gistu saman og settu upp glæsilega keðju. Það er alltaf gaman þegar þannig tekst til að nemendur halda áfram að rannsaka og prófa frekar eitthvað sem verið er að vinna í skólanum. Myndir af vinnu nemenda í skólanum eru í myndasafni skólans.

 

Til baka
English
Hafðu samband