Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

4. bekkur í kaffihúsaferð

16.01.2015
4. bekkur í kaffihúsaferð

Loksins tókst nemendum í fjórða bekk að komast í langþráðu kaffihúsaferðina sína sem þeir voru búnir að skipuleggja fyrir jól en þurftu að fresta oft sökum veðurs. Það var því kærkomin tilbreyting að fá að fara í strætisvagni til Hafnarfjarðar og fá kakó og kleinu á kaffihúsinu Í Firðinum. Eftir hressinguna var gengið upp í Hellisgerði, skrúðgarð Hafnfirðinga og leikið sér þar smástund áður en haldið var til baka í Flataskóla. Myndir frá ferðinni eru komnar inn á myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband