Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sólarveisla hjá 6. bekk

13.01.2015
Sólarveisla hjá 6. bekk

Nemendur í sjötta bekk voru búnir að vinna sér inn sólarveislu með góðri hegðun og vinnubrögðum og völdu þeir að þessu sinni að fara út í sleðaferð. Svo að í síðsustu viku  í blíðskaparveðri var stefnan tekin út í brekkuna við Sunnuflöt. Undu kennarar og nemendur sér þarna góða stund í brekkunni við að renna sér á alls kyns farartækjum eins og sjá má á myndunum sem komnar eru í myndasafn skólans. 

 

Til baka
English
Hafðu samband