Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sólarveisla í suðurálmu

31.10.2014
Sólarveisla í suðurálmu

Í morgun var sólarveisla í suðurálmunni hjá 4, 5 og 6 ára krökkunum. Að þessu sinni völdu nemendur í tilefni "Halloween" daga að koma í búningum og var fjölbreytt úrval af glæsilegum súpermönnum, prinsessum, nornum og skrímslum. Börnin fengu að rölta á milli stofanna og velja sér viðfangsefni. Sýndar voru kvikmyndir,  boðið upp á lestur á sögu og andlitsmálingu ásamt fleiri skemmtilegum viðfangsefnum. En myndirnar tala sínu máli og má skoða þær í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband