Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Brynja Sif rithöfundur heimsækir 5. bekk

31.10.2014
Brynja Sif rithöfundur heimsækir 5. bekk

Í gær kom rithöfundurinn Brynja Sif Skúladóttir í heimsókn til fimmtubekkinga og kynnti bókina sínum um "Nikký og baráttuna um bergmálsdtréð". Í fyrra kom út önnur bók eftir hana um Nikký sem heitir: "Nikký og slóð hvítu fjaðranna". " Bækurnar fjalla um ellefu ára stúlku Veróníku að nafni, sem er kölluð Nikký og býr með mömmu sinni í Reykjavík. Brynja Sif ræddi um sköpun ævintýra og las fyrir nemendur úr nýjustu bók sinni um Nikký og baráttuna um bergmálstréð. Fyrir heimsóknina hafði Brynja Sif útbúið verkefni sem hún sendi krökkunum sem miðar að því að efla ímyndunarafl nemenda. Verkefnið kallast „Ævintýrið í mér – veistu hvað þú getur?“ Krakkarnir á miðstigi unnu verkefnið og virtust þeir hafa bæði mikið gagn og gaman af. Myndir frá heimsókninni eru í myndasafniskólans.

Til baka
English
Hafðu samband