Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bókaverðlaun barnanna

30.10.2014
Bókaverðlaun barnanna

Almennings og skólabókasöfn landsins veita verðlaun hvert ár fyrir tvær bækur, aðra frumsamda og hina erlenda. Sex til tólf ára börn velja bækurnar og fer valið fram á heimasíðu Borgarbókasafns, í grunnskólum og bókasöfnum um allt land.
Borgarbókasafnið átti frumkvæði að þessum verðlaunum og í byrjun voru það aðeins almennings- og skólabókasöfn á höfuðborgarsvæðinu sem tóku þátt. Nú taka söfn um allt land þátt og bíða börn, bókaverðir og kennarar spennt eftir þessum viðburði. Tveir piltar úr Flataskóla voru dregnir úr potti þeirra sem tóku þátt í Garðabæ og þeir sem hlutu verðlaun að þessu sinni voru  Jón Kári – 7 ára og Askur Hrafn 11 ára. Krakkarnir í Flataskóla völdu bókina "Rangstæður í Reykjavík" í 1. sæti, "Amma glæpon" í 2. sæti, "Dagbók Kidda klaufa – tómt vesen" í 3. sæti og "Martröð Skúla skelfis" í 4. sæti.

Hér er frekar hægt að lesa um verkefnið.

 

    

Til baka
English
Hafðu samband