Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaþing

22.10.2014
Skólaþing

Síðustu daga hafa verið haldin skólaþing með öllum nemendum skólans. Eins og áður á slíkum þingum koma fram mörg og mikilvæg mál sem brenna á krökkunum. Að þessu sinni höfum við rætt mikið um lestur og mögulegar ástæður þess hversu margir íslenskir krakkar eru illa læsir þegar þau ljúka grunnskóla.
Krakkarnir eru með svörin á hreinu. Þau nefna gjarnan að mikill tími fari í tölvunotkun, tómstundastarf og að námið í skólanum sé látið sitja á hakanum. Nemendur sem hafa verið í skólum erlendis höfðu mörg orð á því að krakkarnir hér á landi sinni náminu sínu ver en krakkarnir í skólunum sem þau komu úr. Þau sjálf vilja spyrna við fótum og lagfæra þetta ástand með því að fylgjast betur með í tímum, lesa reglulega heima og setja sér markmið í hverri viku. Já það skortir ekki svörin og hugmyndirnar hjá þessum frábæru krökkum. Nú er það bara okkar að ýta við þeim og styðja á allan hátt.
Myndir frá skólaþingi hjá 4. og 5. bekk eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband