Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjallabróðir í heimsókn

28.05.2014
Fjallabróðir í heimsókn

Í gærmorgun fengum við heimsókn frá einum kórfélaga Fjallabræðra. Halldór sem syngur með kórnum stjórnar verkefni sem gengur út á að fá 10% þjóðarinnar til að syngja inn á lokakafla lags sem kórstjórinn hefur samið við texta sem Jökull Jörgensen samdi og nefnist Ísland. Halldór hefur ferðast um landið og tekið upp söng fólks á aldrinum 4 til 92 ára og hefur að því tilefni heimsótt fjölda skóla, kóra og vinnustaði vítt og breitt um landið. Nú þegar hafa um 24 þúsund manns tekið þátt í verkefninu en það hefur staðið yfir í 2 ár og lýkur því í dag. Nemendur stóðu sig vel og sungu fullum hálsi fyrir Halldór en hann náði vel til þeirra og var mikil stemning í hátíðarsalnum.

Til baka
English
Hafðu samband