Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Árshátíð hjá 7. bekk

23.05.2014
Árshátíð hjá 7. bekk

Í gærkvöldi var stór dagur hjá nemendum í 7. bekk en þeir héldu árshátíð. Mikill undirbúningur hefur farið fram undanfarna daga vegna hennar og höfðu nemendur undirbúið og skipulagt allt sjálfir. Sérstök matarnefnd skipuð nemendum sá um matinn og á boðstólnum var grillkjöt, franskar kartöflur, grænmeti og sósur. Nemendur bjuggu til heimagerðan ís og "brownies" og einnig  var ískrap á boðstólnum. Skemmtiatriðin voru frábær og voru þau öll heimatilbúin af nemendum. Þá stjórnuðu þeir stórglæsilegu happdrætti með flotta vinninga og að lokum var dansað og auðvitað stjórnuðu nemendur sjálfir "diskóinu". Allir voru mættir í sínu fínasta pússi með sparibrosið á vör. Allmargt af starfsfólkinu var á staðnum og tók þátt í hátíðinni með nemendum.  Myndir frá árshátíðinni er að finna í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband