Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

2. bekkur - sólarveisla í Hellisgerði

23.05.2014
2. bekkur - sólarveisla í Hellisgerði

Sólarveislan okkar í 2. bekk var haldin í Hellisgerði í Hafnarfirði. Nemendur fengu að koma með sparinesti. Við tókum strætisvagn til Hafnarfjarðar. Krakkarnir nutu sín vel í leik og ekki spillti fyrir að veðrið lék við okkur. Skemmtigarðurinn Hellisgerði stendur skammt upp af miðbænum í Hafnarfirði. Hann er vaxinn upp úr hrauninu sem er eitt aðallandslagseinkenni bæjarins. Sjón er sögu ríkari. Myndir úr ferðinni eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband