Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skíðamyndbandið

16.05.2014
Skíðamyndbandið

Myndband um skíðaferðina er nú komið á vef skólans. Skíðaferðin var farin í apríl s.l. rétt fyrir páska. Farið var með alla nemendur skólans sama daginn nema nemendur í 6. árgangi sem höfðu farið nokkru áður til sólarhringsdvalar upp í Bláfjöll. Eins og sjá má á myndbandinu voru þetta hressir og kátir krakkar sem léku sér í fjallinu þessa dagstund. Allir komu heilir á húfi heim og eiga góðar minningar frá þessari ferð sem þeir geta rifjað upp með því að skoða myndbandið. Myndir eru einnig í myndasafni skólans frá ferðinni.


Til baka
English
Hafðu samband