Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

5. bekkur - ráðhúsferð

01.11.2013
5. bekkur - ráðhúsferð

Fimmti bekkur hefur verið að vinna verkefni í landafræði um Ísland. Nemendur eru að leggja lokahönd á vinnuna og af því tilefni skelltum þeir sér í bæinn með kennurum sínum. Ferðinni var heitið í Ráðhús Reykjavíkur til þess að skoða Íslandskortið sem er þar. Komið var við á tjörninni til að gefa öndunum brauð. Þetta var vel heppnuð bæjarferð og voru krakkarnir til fyrirmyndar eins og venjulega.

Myndir frá ferðinni eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband