Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ein viðurkenning enn fyrir Schoolovision verkefnið

18.03.2013
Ein viðurkenning enn fyrir Schoolovision verkefnið

Á árlegri ráðstefnu eTwinning í Lissabon í vikunni var Schoolovision-verkefninu veitt ein viðurkenningin í viðbót og að þessu sinni fyrir að vera framúrskarandi samvinnuverkefni. Áður hafði verkefnið fengið þrjár viðurkenningar árið 2010 og eina 2012 á alþjóðlegum vettvangi. Þar fyrir utan hefur verkefnið hlotið tvær viðurkenningar hér á heimavelli. Verkefnið gengur út á að skólar velja söng sem þeir taka upp á myndband og senda á sameiginlega vefsíðu. Síðan er valið í anda Eurovision um besta framlagið. Verkefnið hefur verið í gangi í 5 ár og hefur Flataskóli undirbúið myndband fyrir keppina öll árin. Í ár eru 41 lönd sem taka þátt og hafa þau aldrei verið fleiri. Verkefninu er stjórnað frá Skotlandi og Þýskalandi. Misjafnt er hvernig skólarnir velja atriði til þátttöku en okkar leið er að halda Flatóvision og þykir það góð leið þar sem fleiri nemendur fá tækifæri til að taka þátt eða allir í 4. til 7. bekk en ef það er aðeins einn ákveðinn bekkur á hverju ári. 

Hér er hægt að lesa frekar um ráðstefnuna í Lissabon á vefsíðu eTwinning.

Til baka
English
Hafðu samband