Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

6. bekkur vann í Flatóvision

15.03.2013
6. bekkur vann í Flatóvision

Það var mikill spenningur í skólanum í morgun og eftirvæntingin lá í loftinu því Flatóvision keppnin var framundan og söng- og danshóparnir að uppskera afrakstur erfiðis síns.  Það var erfitt að gera upp á milli hópanna sem komu fram og tók það dómnefndina talsverðan tíma að komast að niðurstöðu, en hún varð að lokum sammála um að "Little Talks" með hljómsveitinni "Of Monsters and Men" væri lagið sem ætti að senda í schoolovision að þessu sinni. Sigurrós, Katharína og Birta í 6. bekk sungu lagið af mikilli innlifun og bekkjarsystur þeirra dönsuðu frumsaminn dans á sviðinu undir söng þeirra. Stelpurnar í sjöunda bekk voru einnig með frábært atriði bæði hvað söng og dans varðar en þær tóku lagið hennar Birgittu Haukdal "Open your heart" sem hún söng í Eurovision 2003. Stelpurnar í fimmta bekk sungu lagið "Qween" með Retro Stefson sem þær gerðu snilldar vel og sömdu þær sömuleiðis dans við lagið. Tvö flott atriði komu úr 4. bekk og voru það Tómas, Lilja, Emilía og Karl annars vegar sem sungu um Fjöllin hafa vakað ... sem Bubbi söng á sínum tíma, flott lag með flottum texta. Hins vegar söng og dansaði stelpuhópur  við lagið hans Páls Óskars - Gordjöss og voru þau öll flott og vel samhæfð. Margir foreldrar/forráðamenn lögðu leið sína í skólann við þetta tækifæri og voru með okkur þessa stund og var það mjög ánægjulegt. 


Til baka
English
Hafðu samband