Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

100 miða leikurinn

11.03.2013
100 miða leikurinnDagana 4. – 15. mars er í gangi meðal starfsmanna og nemenda í Flataskóla svokallaður 100 miða leikur. Leikurinn gengur út á það að tveir starfsmenn á dag fá hvor um sig fimm sérstaka hrósmiða sem þeir eiga að gefa 10 nemendum sem þeir telja að fari sérstaklega vel eftir siðum Flataskóla. Nemendur vita ekki hvaða starfsmenn eru með miðana hverju sinni. Leikurinn stendur yfir í 10 virka daga og eru því samtals 100 miðar í gangi. Miðarnir sem nemendur fá fara síðan á sérstakt spjald sem er staðsett hjá skrifstofu skólans. Markmið leiksins er að nemendur fari eftir siðum skólans, sýni fyrirmyndarhegðun og allir hjálpist að við að skapa jákvætt andrúmsloft í skólanum. Verðlaunin í leiknum eru fyrirfram ákveðin og skrifuð á blað ásamt upplýsingum um hvaða ein röð á spjaldinu vinnur. Mánudaginn 18. mars verður tilkynnt hver verðlaunin eru og hvaða tíu nemendur fá þau.
Til baka
English
Hafðu samband