Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

1. bekkur skoðar vísindin

01.03.2013
1. bekkur skoðar vísindin

Fimmtudaginn 28. febrúar fór 1. bekkur í vettvangsferð í Smáralindina til að skoða sýninguna "Undur vísindanna". Þetta er stórskemmtileg gagnvirk sýning þar sem nemendur fá að leysa einfaldar þrautir sem útskýra á einfaldan hátt hvernig ýmis eðlisfræðileg lögmál virka. Þarna voru skilti sem á stóð "Gjörðu svo vel að snerta" sem er ólíkt því sem nemendur hafa kynnst áður. Nemendur undu sér við að uppgötva ýmislegt á eigin spýtur, enda er það einmitt þannig sem nemendur læra best og þekking verður til. Meðal þess sem gestir fá að prófa er að framleiða rafmagn til að kveikja á sjónvarpstæki, upplifa þyngdarblekkingu og búa til hvirfilvind. Var ekki nokkur vafi á að nemendum þótti þetta mjög merkilegt og hafa eflaust lært mikið á að fá að prófa og leika sér í tækjunum.

Myndir frá heimsókninni eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband