Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Rithöfundaheimsókn

16.11.2010
RithöfundaheimsóknRithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson kom í heimsókn á skólasafnið þriðjudaginn 9. nóvember. Hann las upp úr nýútkominni bók sinni „Ertu Guð afi“ fyrir nemendur í 4. og 6. bekk. Bókin fékk nýverið Íslensku barnabókaverðlaunin og greinilegt er að hún höfðar vel til barna, enda hugljúf og fyndin saga. Eftir upplesturinn vildu flestir fá bókina að láni á skólasafninu en aðrir ætluðu að óska sér að fá hana í jólagjöf. Þökkum við Þorgrími kærlega fyrir skemmtilega heimsókn. Fleiri myndir hér frá heimsókninni.
Til baka
English
Hafðu samband