Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ljóð unga fólksins

27.10.2008
Ljóð unga fólksinsLjóðasamkeppnin ,,Ljóð unga fólksins” var haldin í sjötta sinn nú í ár. Keppnin er haldin á vegum Þallar, samstarfshóps um barna- og unglingamenningu á bókasöfnum. Þátttakendur eru börn og unglingar á aldrinum 9-16 ára alls staðar af landinu.

Skólasafn Flataskóla sendi ljóð frá 42 nemendum í samkeppnina en alls bárust ljóð frá 580 ungum höfundum í ljóðasamkeppnina. Dómnefnd valdi 72 ljóð sem birtust í ljóðabók sem ber nafnið ,,Ljóð unga fólksins 2008”. Skólasafnið keypti þrjú eintök af bókinni og geta nemendur fengið hana þar að láni.

Tveir nemendur úr Flataskóla eiga ljóð í bókinni. Þau heita Kristín Valdís Örnólfsdóttir og Sindri Engilbertsson. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn!
Til baka
English
Hafðu samband