Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemandi í Flataskóla vann verðlaun í teiknisamkeppni MS

08.04.2024
Nemandi í Flataskóla vann verðlaun í teiknisamkeppni MS

Íris Ruth Helgadóttir nemandi í 4. bekk Flataskóla vann til verðlauna í teiknisamkeppni Mjólkursamsölunnar. Nemendum í 4. bekk á Íslandi bauðst öllum að taka þátt í teiknisamkeppninni og bestu myndirnar voru  verðlaunaðar. Írisar mynd var ein af þeim og verðlaunin gagnast öllum bekkjarfélögum hennar. Við óskum Írisi innilega til hamingju og birtum myndina hennar  með þessari frétt.

Aðrar myndir má skoða hér

Til baka
English
Hafðu samband