Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Helgileikur, jólaball og skólastarf hefst á ný í janúar

20.12.2023
Helgileikur, jólaball og skólastarf hefst á ný í janúar19. desember lék 5. bekkur helgileik fyrir aðra árganga skólans að vanda. Þetta árið fór helgileikurinn fram á bókasafni skólans og 5. bekkingar stóðu sig með mikilli prýði. 20. desember voru 3 jólaskemmtanir í skólanum. Þær voru allar haldnar úti . Dansað var í kringum jólatré, boðið var  upp á kakó og piparkökur og varðeldur logaði og á tveimur fyrri skemmtunum var hægt að poppa yfir eldinum. Það leit út fyrir að allir skemmtu sér vel og veðrið lék við okkur. 
Við óskum nemendum og forráðfólki þeirra gleðilegra jóla.  Skólastarf hefst á nýju ári þann 3. janúar skv. stundaskrá.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband