Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flatóvision 2023

25.04.2023
Flatóvision 2023Úrslitakeppni Flatóvision var haldin í dag. Við fengum lánaðan sal í Sjálandsskóla þar sem okkar hátíðarsalur er lokaður. Tvö atriði frá hverjum árgangi frá 4.-7. bekk höfðu verið valin í undankeppni og kepptu því átta atriði um að verða framlag Íslands til School-visioin. 
Allir keppendur höfðu æft stíft og stóðu sig sig mjög vel. Dómnefnd sem leidd var af Sölku Sól valdi eitt siguratriði.  Sigurlagið fluttu stúlkur í 4. bekk sem fluttu lagið OK með breytingum.  Atriði  þeirra verður tekið upp og sent í Evrópukeppnina. Þar keppa fulltrúar skóla frá um 30 Evrópulöndum til úrslita í söngkeppni með Eurovisionsniði. Við erum afar hreykin af öllum þátttakendunum í verkefninu og munum sannarlega með stolti senda okkar framlag í keppnina í maí.  

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband