Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Upplestrarkeppni 7. bekkjar

29.03.2023
Upplestrarkeppni 7. bekkjarHin árlega upplestrarkeppni 7. bekkjar var haldin í Flataskóla þann 28. mars. Þar voru valdir fulltrúar skólans sem keppa til úrslita í Stóru upplestrarkeppni grunnskólanna í Garðabæ sem fram fer þann 27. apríl nk.  Aðdragandi keppninnar var að venju nokkur en nemendur í 7. bekk verja töluverðum tíma í að æfa sig í upplestri og velja síðan nokkra fulltrúa úr árganginum sem keppa með sér í upplestri og framsögn. Í þetta skiptið voru það 15 nemendur sem tóku þátt í lokakeppni skólans og stóðu þeir sig allir frábærlega.  Það var því úr vöndu að ráða fyrir dómnefndina en að lokum voru valdir tveir nemendur úr hópnum og einn til vara sem fulltrúar Flataskóla.  Í ár eru það því Tristan Valur Brynjarsson og Þórður Aron Einarsson sem verða okkar fulltrúar, til vara verður Viktoría Jónsdóttir.  Innilega til hamingju með árangurinn! 
Til baka
English
Hafðu samband