Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Grease

29.03.2023
GreaseNemendur á miðstigi Flataskóla sýndu söngleikinn Grease á dögunum við mikinn fögnuð áhorfenda.  Það voru nemendur í leiklistarfjölvali á miðstigi sem höfðu æft söngleikinn í fjölvalstímum á haustönninni undir stjórn þriggja kennara skólans.  Áætlað var að sýna verkið í byrjun ársins en vegna húsnæðisþrenginga skólans þurfti að fresta sýningum um nokkurn tíma.  Í marsmánuði fengum við síðan inni í Tónlistarskólanum fyrir nokkrar æfingar og verkið var loks sett á svið í sal Tónlistarskólans fyrir aðra nemendur Flataskóla og forráðamenn þann 10. mars. Óhætt er að segja að vel tókst til, nemendur skiluðu hlutverkum sínum með miklum sóma og sungu og léku af mikilli list.  

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband