Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Úrslit í Flatóvision 2021

21.04.2021
Úrslit í Flatóvision 2021

Úrslit í Flatóvision 2021 fóru fram síðasta vetrardag. Sjö atriði nemenda í 4.-7. bekk kepptu og voru þau hvert öðru betra. Það var auðséð að mikil vinna lá að baki atriðunum og þrotlausar æfingar. Dómnefnd var því vandi á höndum að þurfa að velja eitt atriði til að taka þátt fyrir hönd Flataskóla í alþjóðlegu keppninni.

Sigurvegararnir í Flatóvision 2021 voru drengir í 6. bekk sem sungu og dönsuðu við lagið Bahama eftir Ingó veðurguð. Söngur, búningar og heildaryfirbragð þótti mjög gott. 

Sigurvegarar í Flatóvision taka þátt í Evrópukeppninni Schoolovision sem er eTwinning verkefni. Í ár tóku 23 skólar í jafnmörgum löndum þátt. Úrslit í Schoolovision verða kynnt föstudaginn 21. maí.

Til baka
English
Hafðu samband