Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Grunnskólanemendur mæti kl. 10:00 þann 6. apríl

31.03.2021
Grunnskólanemendur mæti kl. 10:00 þann 6. apríl

Nú er orðið ljóst að skólastarf að loknu páskaleyfi hefst með eðlilegum hætti þriðjudaginn 6. apríl.  Grunnskólanemendur eiga þó að mæta í skólann kl. 10:00 þann dag þannig að starfsmönnum gefist færi á að skipuleggja og sótthreinsa sín rými. Leikskóladeildin opnar á venjulegum tíma. Annars er aðeins um smávægilegar takmarkanir að ræða sem snerta morgunsamverur og skömmtun í mötuneyti en skóladagur nemenda verður skv. stundaskrá.  Við vonum síðan að það verði ekki frekari breytingar á næstunni svo við getum haldið úti nokkuð eðlilegu skólahaldi það sem eftir er af skólaárinu. Til að svo megi verða þurfum við hins vegar sem fyrr að gæta vel að sóttvörnum.  Við minnum á að fréttabréf aprílmánaðar á nálgast á slóðinni: https://www.smore.com/2syth

Við óskum nemendum og forráðamönnum gleðilegra páska og vonum að þið hafið það gott í fríinu!  

Til baka
English
Hafðu samband