Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendasýning föstudaginn 29. nóvember

26.11.2019
Nemendasýning föstudaginn 29. nóvember

Föstudaginn 29. nóvember kl. 12:30 verður nemendasýning í sal skólans í tengslum við þemadagana Börn um allan heim. Þar koma allir nemendur skólans fram. Forsala miða á sýninguna verður á fimmtudags- og föstudagsmorgun milli kl. 8:00 og 9:00 í anddyri skólans. Einnig verður hægt að kaupa miða við innganginn. Miðaverð er 500 kr. og aðeins er hægt að greiða með peningum. Allur ágóði af miðaverði rennur óskiptur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.

Til baka
English
Hafðu samband