Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gleðilega páska

23.03.2018
Gleðilega páska

Þá er páskaleyfið framundan og nemendur og flest starfsfólk skólans fá vikufrí frá því að vakna til vinnu og náms á morgnana. Starfsemi verður í 4 og 5 ára bekk og Krakkakoti dagana 26. - 28. mars. Páskaungarnir lífguðu upp á starfið í síðustu viku en þá fengum við 10 hænuunga ofan af Kjalarnesi til að sýna nemendum og vinna örlítið með þá í tengslum við stærðfræði og líffræði. Nemendur í 2. bekk fengu að gefa ungunum nöfn og fylgjast með vexti þeirra á ýmsan hátt. Myndband hér fyrir neðan sýnir smábrot af þeirri vinnu. Kennsla hefst síðan aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 3. apríl. 

   

 

Til baka
English
Hafðu samband