Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Aðaldís Emma hlaut 2. sætið

20.03.2018
Aðaldís Emma hlaut 2. sætið

Aðaldís Emma í 7. RS hlaut 2. sætið í Stóru upplestrarkeppninni sem fór fram í Seltjarnarneskirkju í gærdag. Á hátíðinni kepptu nemendur úr 7. bekk sem valdir höfðu verið úr Áftanesskóla, Alþjóðaskólanum, Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla og Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Nemendur lásu svipmyndir úr skáldsögunni Strokubörnin á Skuggaskeri eftir Sigrúnu Eldjárn og ljóð eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Fulltrúar Flataskóla voru þær Aðaldís Emma Baldursdóttir og Emilía Ómarsdóttir og til vara var Lóa María Jónsdóttir. Fyrsta sætið hlaut Ari Jónsson Sjálandsskóla og þriðja sætið Hulda Sóley Kristbjarnardóttir úr Alþjóðaskólanum. Skemmtiatriði komu frá grunnskólunum og fluttu þær Mathilda Lauth og Finnbjörg Birgisdóttir tvísöng fyrir hönd  Flataskóla, lagið "La dolce Vita" eftir Pál Óskar. Þátttakendur fengu peninga- og bókaverðlaun. Myndin hér fyrir neðan er af verðlaunahöfum í upplestrarkeppninni í Flataskóla fyrr í mánuðinum.

 

 

Til baka
English
Hafðu samband