Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Morgunsavera nemenda í 1. bekk

16.03.2018
Morgunsavera nemenda í 1. bekk

Nemendur í 1. bekk sáu um morgunsamveruna s.l. miðvikudag. Þar sögðu þeir frá verkefninu Álfaland sem þeir höfðu verið að læra um og búa til síðustu vikur. Nemendur bjuggu til álfahatta sem þeir báru á meðan að kynningin í samverunni stóð yfir. Þeir sögðu frá því hvernig þeir unnu verkefnið og síðan sungu þeir álfalagið "Kall sat undir kletti" við undirleik Ingu Dóru tónmenntakennara. Myndir eru komnar inn í myndasafn skólans og myndband er hér fyrir neðan, sem hægt er að hlusta á frásögn nemenda og skoða andrúmsloftið sem ríkti í samverunni. 

 

Til baka
English
Hafðu samband