Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hænuungar - páskaungar

14.03.2018
Hænuungar - páskaungar

Páskaungarnir eru mættir á ganginn við bókasafnið nemendum til mikillar gleði. Tíu íslenskir, mislitir mjúkir hænuungar frá Hvalfirði komu á mánudaginn til vikudvalar í Flataskóla. Nemendur í 2. bekk fá að annast þá, gefa þeim nöfn, vikta þá og fylgjast með vexti þeirra þessa dagana sem þeir dvelja hjá okkur. Fjöldi nemenda heimsækir þá á hverjum degi og er alltaf fjölmennt við búrið á öllum tímum dags til að skoða þá. Myndir af ungunum eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband