Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tækni og tómstundaheimilið

09.02.2018
Tækni og tómstundaheimilið

Krakkarnir í tómstundaheimilinu fengu tækifæri til að prófa ýmis konar tæknidót í dag. Oddný kennaranemi kom og leiðbeindi starfsfólki og nemendum með Sphero kúlur og OSMO Mindracer. Nemendur voru mjög áhugasamir og fljótir að tileikna sér þessa hluti enda fædd á tækniöld. Þetta gekk mjög vel, nemendur komu í smá hópum til að læra og ákveðið hefur verið að halda þessu áfram og leyfa nemendum að kynnast ýmis konar tækni á þennan hátt í tómstundaheimilinu.  Myndir eru komnar inn á myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband