Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Listaverk í listgreinum

25.01.2018
Listaverk í listgreinum

Nemendur í 4. og 7. bekk eiga núna listaverk sem eru til sýnis á veggjum og í gluggum í vesturálmu skólans. Prýða þau svo sannarlega vistarveruna þarna og við hvetjum þá sem eiga leið um að skoða og njóta. En þeir sem ekki geta komið því við að heimsækja okkur er hægt að skoða þau í myndasafni skólans. Listaverkin í gluggunum eru púðar sem nemendur í 4. bekk hafa unnið hjá textílkennara sínum Margréti Indíönu. Nemendur flosuðu dýramyndir í efni sem síðan varð að púða. Nemendur í 7. bekk fengu innsýn í myndlistasögu Forn Egypta hjá Lindu myndmenntakennara og bjuggu til skemmtilegar myndir í kjölfarið. 

           

Til baka
English
Hafðu samband