Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Matsalurinn

24.01.2018
Matsalurinn

Rúmlega 500 nemendur koma í matsalinn daglega til að fá sér hádegismat.  Við tókum nokkrar svipmyndir af borðhaldinu í hádeginu í dag til að skoða hvernig staðið er að því að koma mat til nemenda á sem frambærilegastan hátt á rúmum tveimur tímum.  Í eldhúsinu starfa 3 manneskjur og stundum kemur líka inn aðstoðarfólk. Kennarar fylgja nemendum í matinn og sjá um að allt fari vel fram. Það tekur rúma tvo tíma að láta alla borða og gengur þetta furðu vel fyrir sig. Í dag var Chilli Con Carne með hýðisgrónum, sýrðum rjóma og osti í matinn ásamt ávaxta- og grænmetisbar og fá nemendur yfirleitt að skammta sér sjálfir á diskana. Var ekki annað að sjá en að þeir væru sáttir við matseðilinn að þessu sinni og margir fengu sér aftur á diskinn. Hér fyrir neðan má sjá á myndbandinu hvernig þetta gengur yfirleitt fyrir sig í stórum dráttum. Nemendur voru prúðir og gengu vel frá eftir sig. Myndir eru einnig komnar í myndasafn skólans.

 

Til baka
English
Hafðu samband