Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samtalsdagur þriðjudaginn 30. janúar

22.01.2018
Samtalsdagur þriðjudaginn 30. janúar

Þriðjudaginn 30. janúar næstkomandi er samtalsdagur foreldra/nemenda og skóla og því ekki kennsla samkvæmt stundaskrá. Á þessum fundum fer kennari yfir ýmsa þætti í námi nemenda svo sem ástundun/virkni, námsárangur það sem af er á þessu skólaári, hegðun, líðan og félagslega stöðu. Opnað hefur verið fyrir skráningar í mentor og eru foreldrar/forráðamenn hvattir til þess að bóka þar viðtal. Á samtalsdaginn verða teknir fram allir óskilamunir sem eru hér í skólanum og eru foreldrar/forráðamenn beðnir um að líta eftir því hvort að þeir kannist ekki við eitthvað þar.Til baka
English
Hafðu samband