Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Morgunsamvera 6. bekkinga

21.09.2017
Morgunsamvera 6. bekkinga

Nemendur í 6. bekk sáu um morgunsamveruna s.l. miðvikudag. Dagskrána kynntu þrír drengir eða þeir Styrmir, Trausti og Þórir og var hún á þessa leið. Leikrit, tónlistarflutningur og brandarar, nokkrar stúlkur sýndu frumsamið leikrit um kennarann Gríshildi þar sem hún á samskipti við þjónustufólk á veitingahúsi. Guðmundur spilaði lagið "Gaukinn" á píanóið og var greinilegt að hann hefur verið búinn að æfa sig talsvert því verkið var ansi snúið og reyndi á fingrafimi. Að lokum stigu fimm drengir á svið og sögðu brandara við góðar undirtektir áheyrenda. Myndir eru komnar í myndasafn skólans og lítið myndband er hér fyrir neðan sem sýnir smábrot af dagskránni.

 

Til baka
English
Hafðu samband