Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

3. bekkur KÞ fór á Þjóðminjasafnið

21.09.2017
3. bekkur KÞ fór á Þjóðminjasafnið

Nemendur í 3. bekk heimsóttu Þjóðminjasafn Íslands í vikunni. Þar er sýningin „Tíminn og skórnir: Safngripir í aldanna rás“. Í heimsókninni er áhersla lögð á að kenna nemendum á grunnsýningu safnsins svo þeir geti auðveldlega heimsótt safnið á eigin vegum í framtíðinni. Á þessari sýningu er sagan sögð í tímaröð og gegnir tíminn miklu hlutverki í heimsókninni. Markmiðið með henni er að nemendur þjálfist í að nota tímaás sem verkfæri til að skilja þróun. Myndir frá heimsókninni eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband