Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Morgunsamvera 7. bekkja

13.09.2017
Morgunsamvera 7. bekkja

Nemendur í 7. bekk sáu um samveruna í morgun í hátíðarsal skólans. Eins og undanfarin ár safnast nemendur saman í salnum þrisvar í viku fyrst á morgnana og syngja saman, en á miðvikudögum fær einn árgangur að sjá um dagskrána og voru það nemendur í 7. bekk sem fengu að ríða á vaðið. Dagskráin var flott hjá þeim og þetta eru greinilega hæfileikaríkir nemendur sem við erum með hjá okkur. Dagskráin bauð upp á grínleikþátt, dans, fimleika og söng. Hér fyrir neðan getið þið séð myndband sem tekið var af atriðunum, einnig eru myndir í myndasafni skólans frá samverunni.

 

Til baka
English
Hafðu samband