Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Mystery Skype hjá 5RG

25.01.2017
Mystery Skype hjá 5RG

Á mánudaginn var tóku nemendur í 5RG þátt í "Mystery Skype" veffundi. Þeir áttu að finna frá hvaða landi hinir nemendurnir voru sem þeir voru að spjalla við. Nemendur spyrja hverja aðra spurninga sem eiga að leiða að lausninni. Þetta er keppni um hver er fyrstur að finna landið. Að þessu sinni voru nemendur að tala við nemendur frá Ísrael og urðu hinir síðar nefndu hlutskarpari að þessu sinni og fundu okkur á undan. Okkur nemendur lærðu margt af þessu og höfðu bæði gagn og gaman af, m.a. má nefna að þarna voru þeir að æfa sig í að tala ensku, vinna saman, afla upplýsinga og nota þær til að búa til nýjar spurningar, skoða heimskortið, leita upplýsinga á netinu, finna miðbaug/norður- og suðurhvel, átta sig á hvaða lönd væru í Evrópu o.s.frv. Myndir eru komnar í myndasafn skólans frá fundinum og einnig var búið til myndband um veffundinn.

Til baka
English
Hafðu samband