Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Morgunsamvera 5. bekkur

12.01.2017
Morgunsamvera 5. bekkur

Fimmti bekkur sá um samveruna í gærmorgun. Þar var margt á dagskrá m.a. leikritið Grímhildur, tónlistaratriði þar sem Styrmir spilaði á sílafón, annað leikatriði "Ertu gæludýr símans?", íþróttafréttir og að lokum var sýnt myndband um sakamál eftir nokkra stráka. Gekk þetta vel og snurðulaust fyrir sig og var ekki annað að sjá en að áhorfendur væru ánægðir með það sem borið var á borð að þessu sinni. Myndir eru komnar í myndasafn skólans, einnig verður myndband frá samverunni sett á vefinn aðeins seinna.

Til baka
English
Hafðu samband